Sanne Josefson áhrifavaldur frá Svíþjóð segir að það hafi verið hreint ömurlegt að sitja með Cristiano Ronaldo og vini hans að ræða málin.
Josefson var stödd í Los Angeles fyrir nokkrum árum þegar hún hitti á Ronaldo og vin hans á Beverly Hills hótelinu.
„Ég held að vinur hans og starfsmaður hans hafi verið hrifin af vinkonu minni. Þeir buðu okkur að setjast hjá þeim,“ sagði Josefson við sænska fjölmiðla.
Josefson lifir frábæru lífi og sést heimsækja dýrustu og flottustu staðina út um allan heim.
„Þetta var ekkert frábært spjall.“
„Við ætluðum að panta okkur mat og drykki, þá sagðist hann bara vilja vatn til að passa upp á magavöðvana sína. Þá vissi ég að við gætum ekkert spjallað mikið meira.“
„Ég vildi ekkert fá mynd með honum eða neitt, við skelltum okkur bara út á lífið.“