fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Ítalinn svarar fyrir kjaftasögurnar: Sagður banna sínum mönnum að spila tölvuleiki – ,,Get ekki skilið af hverju ég þarf að segja eitthvað“

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. júní 2024 17:00

Spalletti og stuðningsmenn Fiorentina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luciano Spalletti, landsliðsþjálfari Ítala, bannar ekki leikmönnum sínum að spila tölvuleiki á meðan EM í Þýskalandi fer fram.

Ítalskir miðlar vildu meina að Spalletti væri mjög á móti tölvuleikjum og að þeir væru stranglega bannaðir á meðan EM stæði yfir.

Talað var um að Spalletti hefði áhyggjur af því að sínir leikmenn fengju ekki góðan svefn og að þeir myndu gleyma sér í ákveðnum leikjum.

Ítalinn hefur nú svarað fyrir sig en hann er að þjálfa landslið í fyrsta sinn eftir að hafa þjálfað lið eins og Napoli, Roma og Inter Milan.

,,Stundum verð ég mjög leiður og ég er mjög svekktur me að þurfa að tjá mig um svona fréttir – ég get ekki skilið af hverju ég þarf að segja eitthvað,“ sagði Spalletti.

,,Við erum með leikherbergi og þar eru tvær PlayStation vélar. Ég hef sjálfur reynt fyrir mér í þessum leikjum.“

,,Þeir spila á réttum tíma dags. Það sem skiptir máli er að þeir fái svefn á nóttunni. Ég skipti mér ekki af því sem þeir gera en ég vil ekki að þeir séu vakandi allar nætur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Í gær

Guðjón reiður vegna frétta af Ásvöllum – „Mjög lágt plan“

Guðjón reiður vegna frétta af Ásvöllum – „Mjög lágt plan“
433Sport
Í gær

United mætt af krafti í kapphlaupið

United mætt af krafti í kapphlaupið