Erik ten Hag gerir þrjár kröfur í viðræðum sínum við Manchester United um nýjan samning. Frá þessu segja ensk blöð.
Ein af kröfunum er að Jadon Sancho mæti ekki á æfingar hjá aðalliðinu nema að hann biðjist afsökunar á framkomu sinni.
Önnur krafa er að Jason Wilcox tæknilegur ráðgjafi komi ekki nálægt leikstíl liðsins en það er hlutur sem Sir Jim Ratcliffe vill fá í gegn.
Það var sem dæmi krafa Wilcox að Bruno Fernandes yrði framherji í bikarúrslitaleiknum gegn Manchester City og það gerði Ten Hag.
Þriðja krafan er svo sú að Benni McCarthy fái nýjan samning en hann hefur verið í þjálfarateymi Ten Hag