Fyrrum knattspyrnumaðurinn Emmanuel Petit sér eftir að hafa ekki farið til Manchester United er hann sneri aftur til Englands á sínum tíma.
Frakkinn segir þetta í viðtali við FourFourTwo, en hann sneri aftur til Englands eftir aðeins ár hjá Barcelona 2001. Þar áður var hann hjá Arsenal, þar sem hann myndaði frábæra miðju með Patrick Vieira.
Arsenal sýndi Petit áhuga þegar ljóst var að hann færi frá Barcelona og sömuleiðis Barcelona. Að lokum valdi hann þó að fara til Chelsea.
„Ég talaði við Arsene Wenger og hann vildi fá mig aftur. Ég sagði honum að það væri freistandi en var hreinskilinn við hann, mér fannst hann ekki vilja hafa mig áfram þegar ég fór til Barcelona,“ rifjar Petit upp.
„Ég hefði átt að fara til Manchester United því Sir Alex Ferguson hringdi tvisvar í mig. Við áttum gott samtal og það var freistandi. En ég hlustaði á eiginkonu mína, sem vildi flytja aftur til London.“
Petit lék aðeins 55 leiki með Chelsea á þremur árum þar.