Kylian Mbappe skellti sér í sjónvarpsviðtal í aðdraganda EM í Þýskalandi með franska landsliðinu, þar sem hann og liðsfélagar hans ætlar sér alla leið.
Mbappe hefur spilað í Frakklandi allan sinn feril en gekk í raðir Real Madrid á dögunum. Þetta viðtal var hins vegar á ensku og eru margir slegnir yfir hreim kappans, eins og erlendir miðlar vekja nú athygli á.
„Þetta er frábært. Það heyrist á flestum Frökkum hvaðan þeir eru þegar þeir tala ensku en ekki hjá honum,“ skrifaði einn netverjinn.
„Hvað í fjandanum? Hann á ekki að hljóma svona,“ skrifaði annar.
Sjón er sögu ríkari.
“I really want to win this. It's my first competition as captain, so it’s really important for me." 🙏
Kylian Mbappe is ready to write the latest chapter in his and France’s history 🇫🇷🏆
🎥 @cnnsport @amandadcnn pic.twitter.com/ZotJ0r56yJ
— Football on TNT Sports (@footballontnt) June 12, 2024