Sjónvarpsmanninum umdeilda Richard Keys er ekki skemmt yfir ákvörðun Manchester United að halda í Erik ten Hag sem stjóra.
Sir Jim Ratcliffe og INEOS, nýjustu hluthafar í United sem hafa tekið yfir knattspyrnuhlið rekstursins, tóku sér sinn tíma í að ákveða örlög Ten Hag og voru aðrir stjórar hleraðir. Það var hins vegar tekin ákvörðun um að Ten Hag væri rétti maðurinn í starfið.
Meira
Ætla í langtímaverkefni með Ten Hag sem fær algjört traust
„Þeir eru varla að sýna honum traust með þessu er það? „Þú mátt vera áfram því enginn annar vill vinna fyrir okkur.“ Ég sagði ykkur að ekkert myndi breytast undir stjórn Jim. Þvílík skita,“ skrifar Keys á X.
Það hefur verið fjallað um að INEOS vilji fara í langtímaverkefni með Ten Hag. Markmiðið er að byggja United upp á yngri leikmönnum, en hjá INEOS eru menn mjög sáttir með hvað Ten Hag hefur gert með leikmenn eins og Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho.