fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433

Mjólkurbikar kvenna: Nokkrir stórsigrar en spenna í Krikanum

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. júní 2024 22:14

Skjáskot: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna voru leikin í heild sinni í kvöld.

Þróttur heimsótti Aftureldingu og vann stórsigur, þar sem Leah Maryann Pais gerði öll mörkin í 1-4 sigri. Katrín S. Vilhjálmsdóttir klóraði í bakkann fyrir Aftureldingu.

Breiðablik vann þá þægilegan sigur á Keflavík. Katrín Ásbjörnsdóttir, Anna Nurmi og Barbára Sól Gísladóttir komu þeim í 3-0 áður en Melanie Claire Rendeiro minnkaði muninn fyrir Keflavík. Katrín var svo aftur á ferðinni með mark af vítapunktinum og Vigdís Lilja Kristjánsdóttir kom Blikum í 5-1. Saorla Lorraine Miller minnkaði muninn fyrir Keflavík af vítapunktinum í blálokin. Lokatölur 5-2.

FH tók á móti Þór/KA og mark Söndru Maríu Jessen fyrir gestina snemma í seinni hálfleik skildi liðin að. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir klikkaði svo á víti fyrir FH sem reyndist dýrt.

Loks vann Valur 0-6 sigur á Grindavík. Nadía Atladóttir og Jasmín Erla Ingadóttir gerðu tvö mörk hvor en hin mörkin skoruðu Ísabella Sara Tryggvadóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup