Enska landsliðið hefur leik á EM í Þýskalandi á sunnudag þegar liðið mætir Serbíu. Nokkra lykilmenn gæti vantað í þann leik.
Jude Bellingham, Phil Foden, Bukayo Saka og John Stones eru allir tæpir og verða skoðaðir nánar fyrir leikinn gegn Serbum. Þá er ljóst að Luke Shaw verður fjarverandi.
Breska götublaðið tók saman hvernig byrjunarlið Englands gæti litið út með þessa leikmenn innanborðs annars vegar og án þeirra hins vegar.