William Saliba, leikmaður Arsenal, er mikill aðdáandi varnarmannsins Virgil van Dijk sem leikur með Liverpool.
Um er að ræða tvo af bestu varnarmönnum ensku úrvalsdeildarinnar en Saliba hefur staðið sig virkilega vel undanfarin tvö tímabil á Emirates vellinum.
Frakkinn lítur upp til Van Dijk sem er mikill leiðtogi innan vallar og er fyrirliði bæði Liverpool og hollenska landsliðsins.
,,Ég er ekki náungi sem talar mikið en ég geri það meira og meira með tímanum. Ég er að vinna í því,“ sagði Saliba.
,,Í vörninni hjá Arsenal þá er ég einn af leiðtogunum. Virgil Van Dijk er með svona orku til dæmid, hann er stjórinn, hann stjórnar öllu.“
,,Þú sérð að hann hræðir sóknarmennina og mér er byrjað að líða þannig. Ég sé að sóknarmennirnir finna fyrir hræðslu.“