fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Mikil reiði eftir að hann lét þessi ummæli falla í beinni útsendingu: Eiga að reka hann um leið – ,,Grjóthaltu kjafti“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. júní 2024 14:30

Kilbane hér til hægri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin Kilbane, sparkspekingur TSN Sports, hefur fengið harða gagnrýni frá enskum stuðningsmönnum eftir ummæli sem hann lét falla á dögunum.

Kilbane tjáði sig um vængmanninn Bukayo Saka og ásakaði Arsenal manninn um að þykjast vera meiddur í leikjum og biðja um skiptingu.

Saka spilaði með enska landsliðinu gegn Íslandi í 1-0 tapi á föstudag en kom þar inná sem varamaður.

Kilbane á að baki leiki í efstu deild Englands en hann segir Englendingum að vera tilbúnir fyrir lokakeppni EM í sumar.

,,Passið ykkur á EM og þá líka með Saka. Hann mun haltra af velli þegar 20 mínútur eru eftir og verður svo tæpur fyrir næsta leik en nær svo loks að spila þann sama leik,“ sagði Kilbane.

Enskir stuðningsmenn voru ekki lengi að hrauna yfir Kilbane á samskiptamiðlum og létu ýmislegt flakka.

,,Rekið þennan mann núna. Þessi ummæli eru til skammar. Þvílíkur trúður,“ skrifar einn og taka margir undir.

,,Hver í fjandanum ert þú að tjá þig um Bukayo Saka sem er tíu sinnum betri leikmaður en þig gat dreymt um að vera,“ segir annar og bætir sá þriðji við: ,,Haltu þig við Írland og grjóthaltu kjafti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok