fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Segir ótrúlega sögu eftir að hafa misst eiginmanninn: Var giftur annarri konu – ,,Kvöldið áður þá dönsuðum við í eldhúsinu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. júní 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir sem muna eftir manni að nafni Jlloyd Samuel sem spilaði í ensku úrvalsdeildinni í átta ár.

Samuel lagði skóna á hilluna árið 2018 en á sama ári lést hann í bílslysi og skildi eftir sig eiginkonu sem ber nafnið Emma Pritchard.

Pritchard var í sárum sínum er hún komst að því að eiginmaður sinn hefði í raun lifað tvöföldu lífi og var einnig giftur konu að nafni Helia Sahimi sem er búsett í Íran.

Pritchard tjáir sig um málið í heimildarþáttum á Netflix en það var vinur hennar sem ákvað að leysa frá skjóðunni og opnaði sig um framhjáhaldið.

Samuel blekkti alla fjölskylduna og tókst að fela leynda hjónabandið mjög vel en hann var búsettur í Íran frá 2011 til 2015.

,,Ég var að syrgja eiginmanninn minn og komst að því að hann væri að lifa öðru lífi, hver er eiginmaðurinn minn? Þekki ég hann?“ sagði Pritchard.

,,Fjórum vikum eftir að Jlloyd lét lífið þá þurfti vinur minn að segja mér ákveðnar fréttir. Að Jlloyd ætti aðra eiginkonu og hún auglýsti sig sem eiginkonu hans á Instagram.“

,,Ég hugsaði með mér: ‘Guð minn góður.’ Þetta var eins og að vera stungin í hjartað, ég er að reyna að syrgja eiginmanninn minn og svo kemst ég að því að hann hefur lifað tvöföldu lífi í sjö ár. Hann hefur aldrei beðið um skilnað.“

,,Ef þú spyrð mig þá var okkar samband í góðu, við vorum frábær. Kvöldið áður en hann lést þá dönsuðum við í eldhúsinu og hann sagði mér hversu mikið hann elskaði mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota