fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Tjáir sig eftir umdeilda valið í Englandi – ,,Þess vegna eru þeir toppleikmenn“

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. júní 2024 11:00

Gareth Southgate, fyrrum landsliðsþjálfari Englands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur tjáð sig eftir að hann valdi enska landsliðshópinn fyrir EM í Þýskalandi.

Stjörnur á borð við Jack Grealish, James Maddison og Harry Maguire voru ekki valdir í hópinn sem kom mörgum á óvart.

Maddison hefur sjálfur tjáð sig um valið og segist vera miður sín en hann bjóst við að vera í lokahópnum í Þýskalandi.

Aðrir leikmenn sem fara ekki eru menn eins og Jarell Quansah, Curtis Jones og Jarrad Branthwaite.

,,Allir leikmennirnir sýndu ákvörðuninni virðingu. Auðvitað telja þeir allir að þeir eigi að vera í hópnum og þess vegna eru þeir toppleikmenn,“ sagði Southgate.

,,Þeir hafa trú á sjálfum sér og eru með þetta hugarfar en staðreyndin er sú að við erum með leikmenn sem hafa spilað stórkostlega allt tímabilið í deildinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu