Jamie Vardy verður áfram hjá Leicester og tekur slaginn með liðinu í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta var staðfest í dag, en þessi reynslumikli framherji skrifar undir eins árs samning.
Vardy hefur verið á mála hjá Leicester síðan 2012 og hefur hann átt nokkur stórkostleg tímabil með liðinu.
Hann átti fínustu leiktíð í B-deildinni og skoraði þar 18 mörk er Leicester tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni á ný.
We’re thrilled to announce our iconic No.9 has agreed a new deal to 2025 📝
— Leicester City (@LCFC) June 7, 2024