fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Sjónvarpsstjarna sætti sig ekki við líkamssmánun einkaþjálfara

Fókus
Miðvikudaginn 5. júní 2024 16:30

Ellie Warner (til vinstri) ásamt systur sinni Izzy. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin breska Ellie Warner hefur svarað einkaþjálfurum, sem smánuðu hana á samfélagsmiðlum fyrir að vera í yfirvigt, fullum hálsi. Warner er þekkt í Bretlandi fyrir reglulega þátttöku sína í sjónvarpsþættinum Gogglebox en í honum er fylgst með venjulegum Bretum bregðast við nýju sjónvarpsefni og segja skoðun sína á því. Framleiðendur þáttanna sækjast sérstaklega eftir þátttakendum sem þykja orðheppnir og hispurslausir. Warner tekur þátt ásamt systur sinni Izzy og á milli þess sem þær fylgjast með nýju sjónvarpsefni gera þær stólpagrín að hversdagslífinu og ekki síst sjálfum sér.

Mirror greinir frá því að Ellie Warner hafi birt mynd af kvöldmatnum sínum á Instagram síðu sinni. Um var að ræða meðal annars franskar kartöflur og djúpsteikta kjúklingabita með miklum osti út á. Sagði hún myndina vera svar til einkaþjálfara sem sífellt væru að senda henni skilaboð og spyrja hvort hún vildi kaupa þjónustu þeirra. Síðan bætti hún við færsluna þremur tjáknum þar sem sjá má kreppta hnefa fyrir utan að löngutöng er lyft upp en það alþjóðlega merki ættu flestir að skilja.

Warner bætti einnig við mynd af ís og ostaköku og sagðist ætla að borða bæði í eftirrétt.

Warner sem er 33 ára gömul er mjög virk á samfélagsmiðlum og er með hálfa milljón fylgjenda á Instagram. Þar birti hún nýlega myndir af  ferðalagi sem hún fór í ásamt manni sínum og eins árs gömlum syni þeirra. Hún hefur verið opinská um að hafa lengi glímt við skort á virðingu fyrir eigin líkama en hún segir að það hafi smám saman breyst og hún sé nú mun sáttari í eigin skinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“