Íslenska kvennalandsliðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á því austurríska í undankeppni EM í kvöld.
Hlín Eiríksdóttir kom Íslandi yfir á 17. mínútu eftir glæsilega sókn. Það virtist ætla að verða eina mark fyrri hálfleiks en þá jafnaði Eileen Campbell fyrir Austurríki. Staðan í hálfleik 1-1.
Stelpurnar okkar komu hins vegar af krafti inn í seinni hálfleik með vindinn í bakið. Liðið uppskar á 70. mínútu þegar Hildur Antonsdóttir skoraði með glæsilegum skalla.
Meira var ekki skorað og lokatölur á Laugardalsvelli 2-1.
Ísland er í öðru sæti riðilsins með 7 stig eftir fjóra leiki. Austurríki er í þriðja sæti með 4 stig. Í riðlinum eru einnig Þjóðverjar, sem eru á toppnum með fullt hús og Pólverjar, sem eru á botninum án stiga.
Tvö efstu lið riðilsins fara beint á EM en hin tvö í umspil. Ísland á eftir að mæta Póllandi og Þýskalandi en er í sterkri stöðu eftir sigur kvöldsins.