fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Stelpurnar okkar með gríðarlega mikilvægan sigur á Austurríki

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. júní 2024 21:22

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á því austurríska í undankeppni EM í kvöld.

Hlín Eiríksdóttir kom Íslandi yfir á 17. mínútu eftir glæsilega sókn. Það virtist ætla að verða eina mark fyrri hálfleiks en þá jafnaði Eileen Campbell fyrir Austurríki. Staðan í hálfleik 1-1.

Stelpurnar okkar komu hins vegar af krafti inn í seinni hálfleik með vindinn í bakið. Liðið uppskar á 70. mínútu þegar Hildur Antonsdóttir skoraði með glæsilegum skalla.

Meira var ekki skorað og lokatölur á Laugardalsvelli 2-1.

Ísland er í öðru sæti riðilsins með 7 stig eftir fjóra leiki. Austurríki er í þriðja sæti með 4 stig. Í riðlinum eru einnig Þjóðverjar, sem eru á toppnum með fullt hús og Pólverjar, sem eru á botninum án stiga.

Tvö efstu lið riðilsins fara beint á EM en hin tvö í umspil. Ísland á eftir að mæta Póllandi og Þýskalandi en er í sterkri stöðu eftir sigur kvöldsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur