fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Tómas segir þetta hafa verið það versta sem hann hefur séð – „Bara hrottalegt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. júní 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varnarleikur KR gegn Val í Bestu deild karla á mánudag var ekki merkilegur. Margir hafa gagnrýnt liðið og þar á meðal Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum og íþróttafréttamaður til margra ára.

KR komst í 2-0 í Reykjavíkurslagnum en þá hrundi allt hjá Vesturbæingum. Valur sneri dæminu algjörlega við og leiddi 2-4 í hálfleik. Leiknum lauk 3-5.

„Þá byrjar einhver ótrúlegasta frammistöða einnar varnarlínu, ég ætla bara að segja í sögu fótboltans. Þetta var KR í gær og Brasilía á heimavelli gegn Þýskalandi. Þeir voru ekkert eðlilega lélegir,“ sagði Tómas um fyrri hálfleik KR-inga á mánudag í Innkastinu á Fótbolta.net.

„Rúrik Gunnarsson, Finnur Tómas Pálmason, Axel Óskar Andrésson og Aron Kristófer Lárusson. Þetta er bara það lélegasta sem ég hef séð. Þeir voru hreint út sagt ömurlegir.“

Tómas lýsti því nánar hvað hann átti við.

„Hvernig þeir spiluðu, létu boltann skoppa. Þeir voru grasliðið en litu út fyrir að hafa aldrei séð gras á ævinni. Ábyrgðaleysi, samskiptaleysi, lengd á milli lína. Þetta var bara hrottalegt.“

KR-ingar hafa legið undir mikilli gagnrýni undanfarið. Liðið er í áttunda sæti með 11 stig og margir velta því fyrir sér hvort starf þjálfarans Gregg Ryder sé í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“