Það var boðið upp á 8 marka knattspyrnuveislu í Vesturbæ í kvöld þegar Valur heimsótti nágranna sína í KR og sótti stigin þrjú.
KR byrjaði leikinn með látum en Aron Sigurðarson og Benóný Breki Andrésson komu liðinu í 2-0 eftir sjö mínútna leik.
Eftir frábæra byrjun hófst farsi í varnarleik KR en Tryggvi Hrafn Haraldsson minnkaði muninn strax á tólftu mínútu.
KR skoraði svo þrjú mörk á sex mínútum en Patrick Pedersen jafnaði á 33 mínútu, Tryggvi skoraði aftur tveimur mínútum síðar og Patrick kom Val í 2-4 á 37 mínútu.
Gregg Ryder þjálfari KR fékk nóg eftir þetta og tók Rúrik Gunnarsson af velli en Rúrik hafði átt mörg slæm mistök í mörkum Vals.
Finnur Tómas Pálmason lét reka sig af velli í liði KR í síðari hálfleik. Gísli Laxdal Unnarsson kom Val svo í 2-5.
Kristján Flóki Finnbogason lagaði stöðuna fyrir KR í uppbótartíma en Valur vann góðan sigur og er áfram með í titilbaráttunni.