Pierre Kompany faðir Vincent Kompany segir að þrjú félög á Englandi hafi reynt að ráða hann til starfa síðasta árið en það ekki gengið upp.
Kompany var ráðinn þjálfari FC Bayern á dögunum þrátt fyrir að hafa fallið með Burnley úr ensku úrvalsdeildinni í vor.
„Þetta kom fólki á óvart en ekki mér,“ segir Pierre.
Hann segir að Tottenham og Chelsea hafi fyrir ári síðan reynt að fá Kompany til starfa. „Ef þú bara skoðar liðin sem vildu fá hann, fyrir ári síðan voru það Tottenahm og Chelsea. Núna voru Brighton áhugasamir og Chelsea mætti aftur.“
„Þegar Bayern, félag sem er vel skipulagt mætti þá var ekki hægt að hafna því.“
Kompany fær það verðuga verkefni að koma Bayern aftur á toppinn í Þýskalandi og þá er krafan um árangur í Evrópu mikil.