fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Segir Ferguson hafa fyrirgefið sér eftir átján ára fýlu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. júní 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Obi Mikel fyrrum miðjumaður Chelsea segir að Sir Alex Ferguson hafi loksins fyrirgefið sér eftir að miðjumaðurinn sveik hann fyrir 18 árum.

Obi Mikel sem kemur frá Nígeríu var þá að spila í Noregi þegar hann samdi við Manchester United.

Nokkru síðar fór hann í felur og vildi ekki fara til United því Chelsea var mætt á svæðið með seðlana.

„Það er mjög gott að stjórinn hefur loksins fyrirgefið mér eftir svo langan tíma,“ sagði Obi Mikel á Talksport í dag en hann hitti Ferguson um helgina.

Ferguson og Obi Mikel voru þá mættir á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Real Madrid vann sigur á Dortmund.

„Hann ræddi þessa sögu reglulega á ferlinum sínum, hann talaði um að hafa misst mig. Hann er góður maður, hann er 82 ára gamall en í góðu standi.“

„Hann sagði mér að ég hefði átt frábæran feril hjá Chelsea, ég get ekki sagt neitt slæmt um Ferguson. Hann hefur fyrirgefið mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Er þreyttur á leikmanni sínum og horfir til London í leit að arftaka

Er þreyttur á leikmanni sínum og horfir til London í leit að arftaka
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stefán segir Íslendinga þurfa að horfast í augu við sannleikann – „Er alltaf að bíða eftir að fullorðna fólkið í herberginu komi og segi að þetta sé tóm vitleysa“

Stefán segir Íslendinga þurfa að horfast í augu við sannleikann – „Er alltaf að bíða eftir að fullorðna fólkið í herberginu komi og segi að þetta sé tóm vitleysa“
433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Varpar fram kenningu um hvers vegna Salah gerði allt vitlaust – „Ég á rosalega bágt með að sjá það“

Varpar fram kenningu um hvers vegna Salah gerði allt vitlaust – „Ég á rosalega bágt með að sjá það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Setur pressu á Jesus að vera fyrsti kostur í framlínuna

Setur pressu á Jesus að vera fyrsti kostur í framlínuna