fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Virðist vera klárt hver verður fyrstur inn hjá Maresca

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. júní 2024 18:36

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist vera klárt hver fyrsti leikmaður Enzo Maresca hjá Chelsea verður en hann tekur við liðinu á næstu dögum.

Maresca tekur við keflinu af Maurizio Pochettino sem var látinn fara eftir tímabilið en sá fyrrnefndi var áður hjá Leicester og gerði frábæra hluti.

Tosin Adarabioyo er á leið til Chelsea en hann mun koma á frjálsri sölu frá Fulham.

Þetta fullyrðir blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano en Adarabioyo er 26 ára gamall og var eitt sinn hjá Manchester City.

Undanfarin fjögur ár hefur Adarabioyo spilað með Fulham og lék alls 25 leiki á síðustu leiktíð og skoraði tvö mörk.

Chelsea er í leit að varnarmönnum fyrir næsta tímabil en hvort Englendingurinn verði byrjunarliðsmaður er óljóst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Í gær

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham