Ruud van Nistelrooy, goðsögn Manchester United, er orðaður við endurkomu til Englands en frá þessu greinir blaðamaðurinn Sacha Tavolieri.
Leicester City er talið horfa til Van Nistelrooy sem var síðast þjálfari PSV Eindhoven í heimalandinu, Hollandi.
Hollendingurinn spilaði fyrir United í fimm ár og raðaði inn mörkum en Leicester er að leita að nýjum þjálfara.
Enzo Maresca gerði frábæra hluti með liðið í vetur en hann er á leið til Chelsea og tekur við af Mauricio Pochettino.
Van Nistelrooy er 47 ára gamall en hann hefur aðeins þjálfað PSV sem aðalþjálfari á sínum þjálfaraferli.