„Það var ekki ætlunin að vekja svona mikla athygli. En það góða sem kom út úr þessu var að Víkingar tóku sig loksins saman í andlitinu og löguðu útiklefann,“ sagði Óskar.
Blikar töldu gestaklefann í Víkinni ekki ásættanlegan. „Okkur fannst útiklefinn ekki sérlega geðslegur og höfðum ekki áhuga á að eyða mínútu þar.“
Þetta athæfi var þó ekki bara vegna gestaklefans að sögn Óskar. Einnig spilaði inn í pirringur út í KSÍ og knattspyrnuhreyfinguna. Blikar fengu ekki að færa leikinn þó liðið væri í Evrópukeppni og skapaði það pirring.
„Að hluta til voru þetta smá mótmæli eða uppreisn á móti sambandinu og allri knattspyrnuhreyfingunni sem okkur fannst ekki standa með okkur í þessari Evrópubaráttu sem við vorum í, sama hvort það var réttmætt hjá okkur eða ekki var þetta barátta gegn betri útbúnaði útiliða á Víkingsvelli og svo að styðja við bakið á liðum í erfiðri Evrópubaráttu,“ sagði Óskar.