fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Kristján reiður út í Katrínu og vill ekki sjá hana á Bessastöðum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. maí 2024 07:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, er sótreiður út í Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðanda. Hann vandar henni ekki kveðjurnar í viðtali í Morgunblaðinu í dag og líst illa á að hún verði forseti Íslands.

Tilefnið er umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða sem hefur legið óhreyfð í ráðuneytinu í fjóra mánuði. Er Kristján ósáttur við að fyrst núna sé verið að leita eftir umsögnum um leyfi til veiða á langreyðum. Er útlit fyrir að hvalveiðivertíðin sé fyrir bí en veiðar hefjast vanalega í byrjun júní.

„Um­sókn okk­ar um leyfi til hval­veiða barst mat­vælaráðuneyt­inu í ráðherratíð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, en þá var Svandís Svavars­dótt­ir kom­in í veik­inda­leyfi. Þetta seg­ir mér að Katrín hef­ur ekki verið að vinna vinn­una sína,“ segir Kristján við Morgunblaðið og vindur sér síðan að forsetakosningunum sem eru fram undan.

„Svo ætl­ar fólk að fara að kjósa hana á Bessastaði. Hún mun vænt­an­lega ekki svara nein­um fyr­ir­spurn­um sem til for­seta­embætt­is­ins ber­ast, verði hún kos­in, ef þetta eru vinnu­brögðin sem hún tem­ur sér. Enda rím­ar þetta vel við það hvernig stalín­ist­ar vinna,“ segir Kristján og bætir við að allt þetta gerist á hennar vakt.

„Hvað mig varðar er það al­ger­lega von­laus staða fyr­ir lýðveldið Ísland að fá þessa konu á Bessastaði. Mér líst ekki á blik­una,“ segir Kristján Loftsson en nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns