fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fókus

Leo kom, sá og sigraði

Stórstjörnur mættu á BAFTA

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 16. febrúar 2016 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BAFTA-verðlaunin voru afhent í Royal Opera House í London síðastliðið sunnudagskvöld að viðstöddum stórstjörnum sem margar höfðu komið langa leið. The Revenant var ótvíræður sigurvegari kvöldsins eins og fyrirfram hafði verið veðjað á. Myndin hlaut fimm verðlaun, var valin besta myndin, Alejandro Inarritu hlaut verðlaun fyrir leikstjórn, Leonardo DiCaprio var valinn besti karlleikarinn og auk þess fékk myndin verðlaun fyrir hljóðupptöku og kvikmyndatöku. DiCaprio var gríðarlega vel fagnað þegar tilkynnt var um sigur hans. Ræða hans, þar sem hann hyllti móður sína, var mjög líklega besta ræða kvöldsins.

Brie Larson var valin besta leikkonan fyrir leik sinn í The Room. Besti aukaleikari var Mark Rylance í Bridge of Spies og Kate Winslet var valin besta aukaleikkona fyrir frammistöðu sína í Steve Jobs. DiCaprio og Larson þykja líkleg til að hreppa Óskarsverðlaun í ár og þar veðja menn sömuleiðis á að The Revenant verði valin besta kvikmyndin.

Jóhann Jóhansson var tilnefndur til BAFTA fyrir tónlist sína við Sicario en snillingurinn Ennio Morricone hreppti tónlistarverðlaunin fyrir The Hateful Eight.

Cate Blanchett var tilnefnd fyrir leik sinn í Carol. Leikkonan frábæra vekur ætíð athygli á rauða dreglinum fyrir glæsilegan klæðaburð.
Ætíð vel klædd Cate Blanchett var tilnefnd fyrir leik sinn í Carol. Leikkonan frábæra vekur ætíð athygli á rauða dreglinum fyrir glæsilegan klæðaburð.
Kate Winslet hélt tilfinningaþrunga ræðu eins og hennar var von og vísa. Hún er vön að fá verðlaun og gleðist innilega í hvert sinn.
Í sigurvímu Kate Winslet hélt tilfinningaþrunga ræðu eins og hennar var von og vísa. Hún er vön að fá verðlaun og gleðist innilega í hvert sinn.
Spielberg tók fyrir verðlaunum Mark Rylance sem hlaut BAFTA fyrir leik sinn í Bridge of Spies. Rylance var að leika á sviði í New York og komst ekki á hátíðina.
Steven Spielberg og Kate Capshaw eiginkona hans Spielberg tók fyrir verðlaunum Mark Rylance sem hlaut BAFTA fyrir leik sinn í Bridge of Spies. Rylance var að leika á sviði í New York og komst ekki á hátíðina.
Jenny Beaven hlaut BAFTA fyrir bestu búninga í Mad Max. „Einungis einn besti búningahönnuður heims gæti komið hingað klæddur eins og útigangskona,“ sagði kynnirinn Stephen Fry eftir að Beaven tók við verðlaunum sínum. Fry hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessara orða.
Ekki vel klædd Jenny Beaven hlaut BAFTA fyrir bestu búninga í Mad Max. „Einungis einn besti búningahönnuður heims gæti komið hingað klæddur eins og útigangskona,“ sagði kynnirinn Stephen Fry eftir að Beaven tók við verðlaunum sínum. Fry hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessara orða.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 5 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna