fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433

Mjólkurbikar karla: Svakalegar lokamínútur þegar Stjarnan henti KR úr leik – Ríkjandi meistarar flugu áfram

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. maí 2024 21:31

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum lauk nýverið í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla en stórleikur umferðarinnar fór fram í Garðabæ. Þar tók Stjarnan á móti KR.

Það var Örvar Eggertsson sem kom Stjörnunni yfir á 20. mínútu en tíu mínútum síðar jafnaði Axel Óskar Andrésson fyrir KR. Var þetta annað mark hans í Garðabænum á leiktíðinni en hann skoraði gegn Stjörnunni í deildinni á dögunum.

Örvar var aftur á ferðinni með mark snemma í seinni hálfleik og skömmu síðar kom Guðmundur Baldvin Nökkvason Stjörnunni í 3-1. Óli Valur Ómarsson skoraði svo fjórða mark Stjörnunnar á 78. mínútu og útlitið ansi gott.

KR beit þó heldur betur frá sér í restina með mörkum frá Benoný Breka Andréssyni. Adolf Daði Birgisson innsiglaði hins vegar 5-3 sigur Stjörnunnar í restina.

Þá tók Grindavík á móti Víkingi í Safamýri, þar sem liðið spilar heimaleiki sína í sumar. Danijel Dejan Djuric kom Íslands- og bikarmeisturunum yfir eftir hálftíma leik og snemma í seinni hálfleik tvöfaldaði Erlingur Agnarsson forskotið.

Josip Krznaric minnkaði muninn fyrir Grindavík um miðjan seinni hálfleik en Víkingur gulltrygði sigurinn í restina. Fyrst skorðai Valdimar Þór Ingimundarson áður en Viktor Örlygur Andrason innsiglaði 1-4 sigur.

Loks tók Fylkir á móti HK í Árbænum. Eiður Gauti Sæbjörnsson kom gestunum yfir snemma leiks en heimamenn voru ekki lengi að snúa dæminum við með mörkum frá Þórði Gunnari Hafþórssyni.

Benedikt Daríus Garðarsson innsiglaði svo sigurinn á 27. mínútu, skömmu eftir að hafa klikkað á víti. Lokatölur 3-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?