fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. maí 2024 19:30

Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú um stundir standa yfir pólitískar ofsóknir á hendur viðtengingarhætti þátíðar. Fréttafólk á hinum ýmsu miðlum neitar að nota fullkomlega eðlilegar sagnmyndir líkt og gengi, færi, nyti eða fengi og hafa einfaldað mál sitt svo um munar með óhóflegri notkun hjálparsagna,“

segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir málfræðingur og verkefnastýra Samtakanna ’78. Spyr hún hvers viðtengingarhátturinn eigi að gjalda.

„Nú segir margt málsmetandi fólk í sífellu myndi ganga, myndi fara, myndi njóta, myndi fá og það má nú segja ýmislegt misjafnt um þau sem ekki nota viðtengingarhátt yfir höfuð – hvorki á hjálpar- né aðalsögnum. Engin áhersla er lögð á þetta grundvallaratriði í grunnskólum þessa lands og málnotkunin er hvergi leiðrétt né bent á að til eru fullkomlega eðlilegar sagnmyndir í viðtengingarhætti þátíðar sem rétt væri að nota í miklu meira mæli.

Við þau sem telja að þetta sé náttúrulegur breytileiki í málinu vil ég segja: Hvar er sómakennd ykkar? Hvar er virðingin fyrir íslenskunni? Það er ótækt að viðtengingarhætti þátíðar sé sópað út af borðinu með þessum hætti án nokkurrar umhugsunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu