fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Jói Kalli hættir hjá landsliðinu – Tekur við AB í Danmörku

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. maí 2024 12:04

Jóhannes Karl Guðjónsson / Ernir/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Karl Guðjónsson hefur hefur óskað eftir því að láta störfum sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla og mun hann taka við þjálfun liðs AB í Danmörku.

AB leikur í þriðju efstu deild Danmörku en Ágúst Eðvald Hlynsson er leikmaður liðsins.

Jóhannes Karl lætur af störfum frá og með deginum í dag og verður því ekki með A landsliði karla í næsta verkefni liðsins, sem eru tveir vináttuleikir ytra í næsta mánuði – gegn Englandi 7. júní í London og gegn Hollandi 10. júní í Rotterdam.

Stefnt er að því að ganga frá ráðningu á nýjum aðstoðarþjálfara landsliðsins sem allra fyrst.

Skagamaðurinn Jóhannes Karl var ráðinn aðstoðarþjálfari A landsliðs karla í janúar 2022. Þjálfaraferilinn hóf hann hjá HK árið 2016 og var þar við stjórnvölinn þar til hann sneri heim á Skagann árið 2018 og tók við liði ÍA, sem hann stýrði þar til hann hóf störf með landsliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann