fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Segir United að fá þjálfara lánaðan fyrir úrslitaleikinn – ,,Svo getur hann farið aftur þangað“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 12. maí 2024 08:00

Carrick í leik með United

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie O’Hara, fyrrum leikmaður Tottenham, er á því máli að Manchester United ætti að fá þjálfara lánaðan fyrir úrslitaleik FA bikarsins gegn Manchester City.

Þetta segir O’Hara í samtali við TalkSport en Erik ten Hag er stjóri United í dag og er talinn vera ansi valtur í sessi.

O’Hara telur að United eigi ekki séns gegn grönnum sínum ef Ten Hag er við stjórnvölin og vill að félagið semji stuttlega við Michael Carrick.

Carrick er í dag þjálfari Middlesbrough og hefur gert flotta hluti þar en hann er fyrrum leikmaður enska stórliðsins.

,,Þeir ættu að fá inn nýjan mann fyrir úrslitaleikinn til að gefa stuðningsmönnum einhverja von. Það er ekki hægt að vera með Ten Hag á hliðarlínunni,“ sagði O’Hara.

,,Hann er á förum eftir tímabilið. Leikmennirnir nenna ekki að hlaupa fyrir hann lengur. Ég myndi breyta til og reyna að fá smá kraft með því að ráða Michael Carrick. Bara í nokkra leiki svo getur hann farið aftur til Middlesbrough.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær