fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Frábær tíðindi fyrir Víking – Gunnar Vatnhamar framlengir

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 10. maí 2024 12:42

Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Vatnhamar hefur framlengt samning sinn hjá Víkingi til 2027. Félagið staðfesti þetta fyrir skömmu.

Færeyski landsliðsmaðurinn kom til Víkings í fyrra og hefur staðið sig frábærlega hér á landi. Vann hann tvennuna með liðinu á sinni fyrstu leiktíð og var með betri mönnum.

Tilkynning Víkings
Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samning sinn við færeyska landsliðsmanninn Gunnar Vatnhamar. Gunnar kom til félagsins í apríl árið 2023 og hefur hann leikið 35 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 4 mörk.

Gunnar kom til félagsins frá færeyska félaginu Víkingi í Götu þar sem hann hafði leikið allan sinn feril, 259 leiki og skoraði í þeim 43 mörk. Gunnar er fastamaður í færeyska landsliðinu og hefur leikið 38 landsleiki og hefur skorað í þeim 2 mörk.

Hann varð færeyskur bikarmeistari árin 2014 og 2015 með Víkingi og færeyskur meistari með liðinu tímabilin 2016 og 2017. Gunnar var einnig lykilmaður í tvöföldu meistaraliði okkar Víkinga árið 2023.

Nýr samningur Gunnars við Víking er til þriggja ára og gleður það Knattspyrnudeild Víkings að tilkynna með mikilli hamingju að Gunnar Vatnhamar verður leikmaður félagsins út árið 2027. 

Mynd: Víkingur
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt