fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Frábær tíðindi fyrir Víking – Gunnar Vatnhamar framlengir

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 10. maí 2024 12:42

Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Vatnhamar hefur framlengt samning sinn hjá Víkingi til 2027. Félagið staðfesti þetta fyrir skömmu.

Færeyski landsliðsmaðurinn kom til Víkings í fyrra og hefur staðið sig frábærlega hér á landi. Vann hann tvennuna með liðinu á sinni fyrstu leiktíð og var með betri mönnum.

Tilkynning Víkings
Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samning sinn við færeyska landsliðsmanninn Gunnar Vatnhamar. Gunnar kom til félagsins í apríl árið 2023 og hefur hann leikið 35 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 4 mörk.

Gunnar kom til félagsins frá færeyska félaginu Víkingi í Götu þar sem hann hafði leikið allan sinn feril, 259 leiki og skoraði í þeim 43 mörk. Gunnar er fastamaður í færeyska landsliðinu og hefur leikið 38 landsleiki og hefur skorað í þeim 2 mörk.

Hann varð færeyskur bikarmeistari árin 2014 og 2015 með Víkingi og færeyskur meistari með liðinu tímabilin 2016 og 2017. Gunnar var einnig lykilmaður í tvöföldu meistaraliði okkar Víkinga árið 2023.

Nýr samningur Gunnars við Víking er til þriggja ára og gleður það Knattspyrnudeild Víkings að tilkynna með mikilli hamingju að Gunnar Vatnhamar verður leikmaður félagsins út árið 2027. 

Mynd: Víkingur
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Í gær

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin