fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433

Án þess að æfa hlóð Gylfi í þessa frammistöðu – Tölfræði hans varnarlega vekur sérstaka athygli

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. maí 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að hafa ekki æft í viku fyrri leikinn gegn Breiðablik í gær var Gylfi Þór Sigurðsson magnaður í liði Vals í gær þegar liðið vann 2-3 sigur.

Gylfi Þór hefur verið að komast betur og betur inn í leik liðsins og skoraði tvö mörk í gær, annað þeirra var beint úr aukaspyrnu.

Það var hins vegar ekki bara frammistaða Gylfa í sóknarleik Vals sem vakti athygli í gær heldur einnig varnarvinna hans.

Þegar Adam Ægir Pálsson fékk að líta rauða spjaldið tók Gylfi mikla ábyrgð í varnarleiknum og er tölfræði hans þar eftirtektarverð.

Gylfi vann 75 prósent af návígjum innan vallar og fór einu sinni í skallabolta og vann það einvígi.

Ljóst er að Gylfi er að komast í betra og betra form sem gæti reynst Val vel en liðið er nú fjórum stigum á eftir toppliði Víkings.

Heppnaðar sendingar – 22/28 (79 prósent)
Sköpuð færi – 3
Snertingar – 61
Snertingar í teig Blika – 2
Heppnaðar fyrirgjafir – 4/6
Unnin návígi – 9/12 (75 prósent)
Unnin skallaeinvígi – 1/1
Brotið á – Fjórum sinnum
Braut af sér – Einu sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup