fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Hvað sögðu Adam og Arnar? – Ljóst að Arnar lét þessi orð falla um Erlend

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. maí 2024 21:09

Mynd/ Stöð2 Sport

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Grétarsson þjálfari Vals kallaði Erlend Eiríksson hið minnsta „Fokking fávita“ eftir að hafa fengið rauða spjaldið á hliðarlínunni í kvöld gegn Blikum.

Leiknum lauk með 3-2 sigri Vals þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var allt í öllu.

Þá skömmu áður hafði Arnar lesið yfir fjórða dómara leiksins sem varð til þess að hann fékk rautt, Arnar var reiður yfir rauðu spjaldi sem Adam Ægir Pálsson fékk.

Adam sem var á gulu spjaldi virðist hafa látið nokkur vel valin orð falla sem varð til þess að hann fékk sitt seinna gula spjald.

Arnar fékk fimm leikja bann sumarið 2022 þegar hann var þjálfari KA en þá kallaði hann Svein Arnarson, aðstoðardómara þessum sömu orðum og hann kallaði Erlend í kvöld.

Arnar gæti því fengið meira en eins leiks bann en þrír af leikjunum fimm sem Arnar fékk árið 2022 voru fyrir þessi sömu orð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur
433Sport
Í gær

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“
433Sport
Í gær

Frændi Alberts segir hann styðja við bakið á manninum sem er sagður á barmi brottreksturs

Frændi Alberts segir hann styðja við bakið á manninum sem er sagður á barmi brottreksturs