fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Hvað sögðu Adam og Arnar? – Ljóst að Arnar lét þessi orð falla um Erlend

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. maí 2024 21:09

Mynd/ Stöð2 Sport

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Grétarsson þjálfari Vals kallaði Erlend Eiríksson hið minnsta „Fokking fávita“ eftir að hafa fengið rauða spjaldið á hliðarlínunni í kvöld gegn Blikum.

Leiknum lauk með 3-2 sigri Vals þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var allt í öllu.

Þá skömmu áður hafði Arnar lesið yfir fjórða dómara leiksins sem varð til þess að hann fékk rautt, Arnar var reiður yfir rauðu spjaldi sem Adam Ægir Pálsson fékk.

Adam sem var á gulu spjaldi virðist hafa látið nokkur vel valin orð falla sem varð til þess að hann fékk sitt seinna gula spjald.

Arnar fékk fimm leikja bann sumarið 2022 þegar hann var þjálfari KA en þá kallaði hann Svein Arnarson, aðstoðardómara þessum sömu orðum og hann kallaði Erlend í kvöld.

Arnar gæti því fengið meira en eins leiks bann en þrír af leikjunum fimm sem Arnar fékk árið 2022 voru fyrir þessi sömu orð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Isak fundaði með eigendunum

Isak fundaði með eigendunum
433Sport
Í gær

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“
433Sport
Í gær

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur
433Sport
Í gær

Staðfesta kaup á Chukwuemeka frá Chelsea

Staðfesta kaup á Chukwuemeka frá Chelsea