fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

„Ég er mjög meðvituð um að ég á bara þetta eina líf sem Katrín Myrra“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 6. maí 2024 12:29

Katrín Myrra. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan, laga- og textahöfundurinn Katrín Myrra Þrastardóttir var að gefa út nýtt lag, Lifum Þessu Lífi.

Um er að ræða sannkallaðan sumarsmell sem kemur manni í gott skap en textinn hefur djúpstæða merkingu fyrir Katrínu Myrru.

„Það eru mjög djúpar pælingar hjá mér bakvið lagið „Lifum Þessu Lífi“. Ég er mjög meðvituð um að ég á bara þetta eina líf sem Katrín Myrra og hugsa stundum hvernig ég vil sjá líf mitt þegar ég horfi til baka og kveð þessa jörð. Það hljómar kannski ekkert sérstaklega gaman að pæla í því en mér finnst það gefa mér hvatningu til þess að framkvæma og gera hlutina og lifa þessu lífi eins og ég vil lifa því,“ segir Katrín Myrra.

„Ég hef alltaf haft mjög gaman að því að pæla í lífinu og tilverunni og af hverju við lifum lífinu eins og við gerum. Við erum líka uppi á svo sérstökum tímum þar sem tæknin er að þróast og upplýsingaflæðið er mikið. Tímar þar sem kapítalisminn er allsráðandi í hröðu samfélagi og heimurinn snýst í kringum völd og peninga. Mér finnst mjög merkilegt að vera á lífi og fá að upplifa þetta ferðalag og þess vegna finnst mér svo mikilvægt að lifa þessu lífi með enga eftirsjá.“

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki myndina hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by katrinmyrra (@katrinmyrra)

Katrín Myrra segir okkur öll verðskulda hamingju. „Tíminn er eitt af því dýrmætasta sem við eigum og mér finnst eins og við ættum ekki að taka honum sem sjálfsögðum hlut. Við ættum ekki að sætta okkur við að lifa lífinu á einhvern hátt sem hentar okkur ekki bara af því að allir aðrir eru að gera það. Við ættum ekki að sætta okkur við leiðinlegu vinnuna, leiðinlega yfirmanninn eða leiðinlega lífið,“ segir hún.

„Við Ýmir Rúnarsson (Whyrunmusic) unnum lagið saman. Ég samdi textan og Ýmir bjó til taktinn og mixaði. Starri Snær Valdimarsson masteraði svo lagið.“

Katrín Myrra var gestur í Fókus, spjallþætti DV, í apríl.

Sjá einnig: „Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

Fylgstu með Katrínu Myrru á InstagramTikTok og hlustaðu á tónlistina hennar á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu