Valur og Fram gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í kvöld þar sem leikurinn var jafn á stærstum kafla en Valur tók yfirhöndina í síðari hálfleik.
Fram undir stjórn Rúnars Kristinssonar hefur spilað vel og á því var áframhald í köld, liðið var sterkari aðili leiksins í fyrri hálfleik.
Patrick Pedersen skoraði svo fyrra mark leiksins í síðari hálfleik þegar Valur hafði haft yfirhöndina. Gylfi Þór Sigurðsson tók þá frábæra hornspyrnu beint á kollinn á Pedersen sem stangaði knöttinn í netið.
Viktor Bjarki Daðason jafnaði svo fyrir Fram á 90 mínútu leiksins sem var þvert gengi gangi leiksins í síðari hálfleik, Aukaspyrna frá Fred barst inn á teiginn og Viktor skoraði.
Lokastaðan 1-1. Valur með fun stig eftir fjórar umferðir en Fram er með sjö stig. Valur er því sjö stigum á eftir toppliði Víkings og hafa ekki unnið deildarleik frá því í fyrstu umferð.