fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fókus

Sticky Vicky sest í helgan stein

Verið með fullorðins töfrasýningu á Benidorm í 35 ár – Greindist með krabbamein fyrir skemmstu – Dóttir hennar heldur ekki áfram með sýninguna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. febrúar 2016 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sticky Vicky, einn allra vinsælasti skemmtikraftur Spánar, hefur ákveðið að setjast í helgan stein eftir að hafa skemmt gestum á Benidorm, á Spáni, í að verða fjóra áratugi.

Vicky, sem heitir réttu nafni Vicky Leyton, verður 73 ára gömul á þessu ári og greindist nýverið með krabbamein. Í kjölfarið tilkynnti hún að ekki yrðu haldnar fleiri Sticky Vicky töfrasýningar og að 35 ára ferlinum væri lokið.

Hér má sjá auglýsingar af sýningunni hennar Vicky.
Fullorðins töfrasýning. Hér má sjá auglýsingar af sýningunni hennar Vicky.

Vicky hefur að vísu í pásu um nokkurn tíma vegna mjaðmaaðgerðar sem hún fór í. Á meðan hefur dóttir hennar, Demaria Leyton, verið með Sticky Vicky sýningarnar en hún segist ekki ætla að halda áfram með sýninguna, þar sem hún sé of upptekin við önnur verkefni.

Frá þessu var greint á Facebook-síðu sýningarinnar í síðustu viku og því er ljóst að ekki verða haldnar fleiri Sticky Vicky sýningar.

Flestir sem hafa komið til Benidorm, eða þekkja einhvern sem ferðast hefur þangað, hafa heyrt af Sticky Vicky. Fyrir þá sem ekki þekkja var töfrasýning hennar var auglýst sem „fullorðins“ töfrasýning enda var hún ansi djörf.

Þar lék Vicky ýmsar kúnstir, þar sem kynfæri hennar komu meðal annars við sögu. Opnaði hún sem dæmi bjórflöskur með klofinu og skaut hún borðtenniskúlum og fleira.

Fjölmargir hafa óskað Vicky velfarnaðar í kjölfar tilkynningarinnar og sagt að henni verði sárt saknað á Benidorm.

(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/is_IS/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));

Just to let everyone know that the Legend Sticky Vicky Leyton and her Real Daughter Demaria Leyton have both retired…

Posted by The Real Sticky Vicky And Her Real Daughter on 16. febrúar 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“