fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Sport

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 27. apríl 2024 07:00

Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Daði Arnarsson, handboltasérfræðingur með meiru, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem er í umsjón Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar.

video
play-sharp-fill

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því eistneska heima og að heiman í umspili um sæti á EM snemma í næsta mánuði. Arnar kallar eftir sannfærandi frammistöðu þar.

„Einhverjir hafa talað um að Aron Pálmarsson eigi að vera hvíldur fyrir úrslitakeppnina en við verðum að muna að það eru ekkert rosalega margir landsleikjagluggar og frammistaða íslenska landsliðsins á stórmótum undanfarin ár hefur bara verið fyrir neðan allar hellur. Það er kominn tími til að íslenska landsliðið og þjálfarateymið fari að nýta þessa glugga,“ sagði hann ómyrkur í máli.

„Frammistaða Íslands á útivöllum undanfarin ár hefur verið til háborinnar skammar. Það eru töp í Úkraínu, Litháen, Tékklandi og alls staðar en svo komum við heim og vinnum þessi lið með 10-15 mörkum. Við þurfum að fara að nýta þessa glugga almennilega og vinna þessi lið nokkuð sannfærandi, sýna að heilsteypta frammistöðu sama hvort það er fyrir fullri Laugardalshöll eða fyrir framan 100 manns í Grikklandi. Ef við ætlum að saxa á þessar stóru þjóðir verðum við að nýta þessa landsleikjaglugga og gera þetta almennilega

Kíkið á tölfræðina, ég er ekki að bulla. Þetta er búið að vera galið undanfarin ár,“ sagði Arnar enn fremur.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarliðin í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar – Hver verður meistari?

Byrjunarliðin í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar – Hver verður meistari?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola hafði ekki hugmynd um hvaða markmaður var á leið til félagsins

Guardiola hafði ekki hugmynd um hvaða markmaður var á leið til félagsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lofsyngur Gylfa og nefnir sérstaklega þessa frammistöðu – „Ekki er hann að elta aurinn“

Lofsyngur Gylfa og nefnir sérstaklega þessa frammistöðu – „Ekki er hann að elta aurinn“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vill fá Messi aftur til Spánar og er vongóður – ,,Skoraði eitt fallegasta mark sögunnar“

Vill fá Messi aftur til Spánar og er vongóður – ,,Skoraði eitt fallegasta mark sögunnar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnór fékk sér listaverk á bakið: Myndin vekur gríðarlega athygli – ,,Enginn betri í leiknum“

Arnór fékk sér listaverk á bakið: Myndin vekur gríðarlega athygli – ,,Enginn betri í leiknum“
433Sport
Í gær

Bálreiðir eftir umdeilda ákvörðun félagsins: Þurfa nú að borga meira – ,,Er þetta eitthvað grín?“

Bálreiðir eftir umdeilda ákvörðun félagsins: Þurfa nú að borga meira – ,,Er þetta eitthvað grín?“
Hide picture