fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 19:30

Jóhann Jónas er stjórnarformaður fyrirtækisins Húsaviðgerðir og fleira ehf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt athafnamanninn Jóhann Jónas Ingólfsson í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að leigja atvinnuhúsnæði í Þverholti 18 með ófullnægjandi brunavarnir til búsetu fyrir allt að átta einstaklinga. Mat slökkviliðs Reykjavíkur á húsnæðinu var að bráð íkveikjuhætta væri í húsinu.

Engin brunahólfun var til staðar í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reyks, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, loft varklætt auðbrennanlegu plasti og bil veggja og lofts voru fyllt hraðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu, auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu og aukin brunahætta var vegna mikils eldsmatar í húsnæðinu.

Brotin áttu sér stað á árunum 2017 og 2018 í gegnum félögin Verktakar já Art2b og  Já iðnaðarmenn verkstæði ehf.

Með athæfi sínu er Jóhann Jónas sagður hafa í  ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt stofnaði lífi leigjenda sinna í hættu. Hann játaði sök í málinu en fór fram á lægstu mögulegu refsingu. Þá var metið til refsilækkunar að brotin áttu sér stað fyrir sex árum og dráttur hefði verið á málinu sem Jóhann bar ekki ábyrgð á.

Sviðin jörð Jóhanns

DV hefur í gegnum árin ítrekað fjallað um brotaferil Jóhanns sem og slóð gjaldþrota og kennitöluflakks sem hann hefur skilið eftir sig. Í mars á þessu ári fjallaði DV um gjaldþrot Já iðnaðarmanna verkstæði ehf. en rekstri hefur hann haldið áfram á kennitölu mömmu sinnar. Rekur hann verktakafyrirtæki sem tekur að sér margskonar verkefni og hafa reglulega borist kvartanir til eftirlitsaðila vegna starfseminnar.

Árið 2021 var hann dæmdur í 11 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik og til greiðslu himinhárrar sektar til ríkissjóðs, yfir 100 milljónir króna. Hann var dæmdur fyrir fíkniefnasmygl og kynferðisbrot á tíunda áratug síðustu aldar.

DV greindi frá því í júlí 2018 að egypskur hælisleitandi hefði verið handtekinn eftir að hafa dregið upp hníf í húsnæðinu en hann taldi Jóhann hafa svikið sig um réttmætt laun. Hann freistaði þess að fá  launin greidd á skrifstofu fyrirtækisins en þegar það gekk ekki eftir þá dró hann vopnið á loft og hugðist leita hefnda.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Í gær

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“