fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Karl Finsen er orðinn leikmaður Vals, á vef KSÍ kemur fram að Ólafur hafi haft félagaskipti til félagsins frá Fylki.

Ólafur lagði skóna á hilluna í vetur eftir gott gengi með Fylki síðasta sumar.

Framherjinn knái hefur æft með Val í vikunni og nú hefur hann fengið félagaskipti til liðsins.

Ólafur lagði skóna á hilluna í vetur en hann lék með Stjörnunni, Fylki, Val og FH við góðan orðstír. Hann er þekktastur fyrir að tryggja Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn í lokaleik tímabilsins gegn FH árið 2014.

Óvíst er hvort Ólafur komi strax inn í hlutverk hjá VAl en hann fær leikheimild með liðinu á morgun og gæti verið í hóp í Bestu deildinni um helgina.

„Okei ég mæti bara ef ég fæ að vera með Gylfa í liði,“ skrifaði Ólafur við myndband sem hann birti af æfingasvæði Vals í vikunni

Eins og flestir vita gekk Gylfi Þór Sigurðsson í raðir Vals fyrir tímabil og það er spurning hvort Ólafur hafi fengið að vera með honum í liði á æfingunni.

Hér að neðan má sjá myndbandið.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar
Hide picture