fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil ekki treyjurnar ykkar. Ég vil bara að þið berjist fyrir okkar,“ stóð á skilti sem ungur stuðningsmaður Chelsea mætti með á leik liðsins gegn Arsenal í gær.

Hörmulegt gengi Chelsea í vetur er farið að pirra stuðningsmenn, búið er að versla marga öfluga leikmenn en liðsheildin er lítil.

Oftar en ekki mæta ungir krakkar með skilti til að biðja um treyju frá leikmanni en þessi ungi drengur er ekki þar.

Getty Images

Arsenal tók nágranna sína í Chelsea og slátraði þeim í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn fór fram á Emirates vellinum í London.

Leandro Trossard skoraði eina mark fyrri hálfleiks þar sem bæði lið ógnuðu marki. Chelsea var þá meira með boltann en Arsenal gerði vel.

Í síðari hálfleik henti Arsenal í algjöra sýningu þar sem Ben White skoraði tvö og Kai Havertz setti tvö. Lokastaðan 5-0.

Havertz var seldur til Arsenal frá Chelsea síðasta sumar, kaup sem voru umdeild en hafa svo sannarlega heppnast vel.

Arsenal er komið með þriggja stiga forskot á Liverpool á toppi deildarinnar en Liverpool á leik til góða. Manchester City er svo fjórum stigum á eftir en á tvo leiki til góða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“