fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Allt sauð upp úr í fyrra en hvað gerist í kvöld? – „Það verður alveg eitthvað“

433
Sunnudaginn 21. apríl 2024 08:30

Frá slagsmálunum eftir leik á Kópavogsvelli í fyrra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Axel Óskar Andrésson, varnarmaður KR, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Það er risaleikur á dagskrá í Bestu deild karla í kvöld þegar Víkingur tekur á móti Breiðabliki. Mikil læti voru í leik liðanna á Kópavogsvelli í fyrra þar sem átök brutust út eftir leik.

Meira
Sjáðu slagsmálin í Kópavogi: Logi hrinti aðstoðarþjálfara Blika í jörðina – Allt sauð svo upp úr

Þá var einnig mikið fréttafár í kringum leik liðanna í Víkinni, þar sem Blikar mættu á rútu rétt fyrir leik vegna aðstöðunnar í gestaklefanum í Víkinni.

„Ég er brattur og sérstaklega eftir að hafa séð Víking á móti Fram. Ég held að Blikarnir geti alveg tekið þennan leik,“ sagði Blikinn Hrafnkell í þættinum.

Axel segir að það gæti orðið hiti í leiknum, þó kannski ekki alveg eins og í fyrra.

„Þetta eru alltaf ótrúlega skemmtilegir leikir. Það verður alveg eitthvað, kannski ekki eins mikið,“ sagði hann.

„Það verður erfitt að toppa þetta í Kópavoginum í fyrra,“ skaut Helgi inn í.

Umræðan í heild er í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney
Hide picture