fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 12:46

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Maggi gnúsari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn sænski Shokri Keryo var í morgun dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að skjóta á fjóra unga karlmenn í Úlfarsárdal í nóvember á síðasta ári. Þeirra á meðal var Gabríel Douane Boama en Gabríel hefur verið nokkuð í fréttum undanfarin misseri meðal annars eftir að hann slapp úr haldi lögreglu í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Skotárásin í Úlfarsárdal vakti mikinn óhug ekki síst vegna þess að eitt skotanna hafnaði í íbúð fjölskyldu sem tengdist málinu ekki á nokkurn hátt.

Sjá einnig: Skotárásin við Silfratjörn – Blóðblettir enn í gólfi sameignar þegar börn héldu til skóla í morgun

Shokri Keyo er 21 árs gamall.

Í fréttum RÚV kemur fram að við meðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hafi Gabríel ekki sagst muna neitt um árásina og ekki vita neitt um hana en hann særðist lítillega í henni.

Einnig kemur fram að Keyo hafi setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn. Vopnið sem beitt var í árásinni hefur ekki fundist og Keyo neitar alfarið sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“
Fréttir
Í gær

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Í gær

Elmar fékk þungan dóm

Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Í gær

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð
Fréttir
Í gær

Arkitekt lýsir áhyggjum sínum: „Afleiðingin er sú að nú rísa hús sem enginn hefur beðið um”

Arkitekt lýsir áhyggjum sínum: „Afleiðingin er sú að nú rísa hús sem enginn hefur beðið um”