fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Skotárásin við Silfratjörn – Blóðblettir enn í gólfi sameignar þegar börn héldu til skóla í morgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir sem býr í fjölbýlishúsi við Silfratjörn þar sem skotárás var framin á fimmta tímanum í nótt er ósátt við að íbúar hafi ekki verið látnir vita í morgun að byssumaður, sem var að verki í húsinu, gengi laus.

„Foreldrar voru ekki látnir vita af því að það væri hættulegur vopnaður maður á vappi þegar öll börn fóru af stað í skólann þremur klukkustundum eftir atvikið,“ segir konan í samtali við DV.

Konan segist ekki hafa vaknað við skothvellina í nótt en það hafi margir íbúar gert og látið hana vita. „Ég auðvitað fylgdi barninu mínu í skólann í morgun,“ segir konan.

Myndefni frá vettvangi sýnir að ekki var búið að hreinsa upp allt blóð sem liggur eftir í sameigninni eftir skotárásina. Meðfylgjandi skjáskot úr myndbandi sýna þetta.

Konan segir mikinn óhug vera í íbúum hússins eftir atburði næturinnar og að líklega hafi flestir íbúar vaknað upp við skothvellina þó að hún sjálf og hennar dóttir hafi þá enn sofið værum svefni.

Síðast þegar vitað var þá var ekki búið að handtaka árásarmanninn. Árásarþolinn er sagður ekki alvarlega slasaður.

Tilkynning lögreglu um málið er eftirfarandi:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt, en tilkynning um málið barst lögreglu kl. 4.54. Þar var skotið á karlmann við hús í hverfinu og var hann fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Líðan mannsins er eftir atvikum, en hann er ekki í lífshættu. Árásarmaðurinn fór af vettvangi og er hans leitað. Rannsóknin er á frumstigi og því er ekki með öllu ljóst hvað bjó að baki árásinni, en grunur er um að hún tengist útistöðum tveggja hópa. Fyrir liggur að nokkrum skotum var hleypt af á vettvangi og hafnaði eitt þeirra í manninum eins og áður sagði. Annað skot hafnaði enn fremur í íbúð fólks, sem er með öllu ótengt málinu.

Vegna málsins biðlar lögregla til bæði íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Úlfarsárdal og Grafarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Um er að ræða tímann frá miðnætti í gærkvöld og til klukkan sjö i morgun, en í þágu rannsóknarinnar er verið að leita upplýsinga um grunsamlegar mannaferðir.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra eru með mikinn viðbúnað vegna málsins og svo verður áfram, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum