fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 15:51

Selma Dögg setti seinna markið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna fyrir Bestu deild kvenna var opinberuð í dag á kynningarfundi deildarinnar. Þar var Víkingi spáð sjöunda sæti og fyrirliði liðsins, Selma Dögg Björgvinsdóttir, ræddi við 433.is á fundinum.

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart,“ sagði Selma.

video
play-sharp-fill

Víkingur er nýliði í deildinni en sömuleiðis ríkjandi bikarmeistari. Liðið stefnir hátt.

„Við höfum alveg sýnt að við getum allt sem við ætlum okkur svo markmiðin okkar eru háleit. Í fyrsta lagi ætlum við að halda okkur í deildinni en við stefnum mun hærra en það. Við ætlum að vera í efri hlutanum og jafnvel sýna eitthvað betra en það.“

Víkingur vann Val í leiknum meistari meistaranna í gær eftir vítaspyrnukeppni. Það gefur liðinu mikið.

„Sérstaklega því undirbúningstímabilið hefur verið upp og niður. Við erum búnar að tapa síðustu leikjum stórt, svo að koma inn í þennan leik og sýna að við getum gefið öllum liðum leik, það gefur okkur gríðarlega mikið,“ sagði Selma.

Nánar er rætt við hana í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Í gær

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Í gær

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi
Hide picture