fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
433Sport

Toftegaard Hansen til starfa hjá Gróttu – Vann áður með Frey hjá Lyngby

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daninn Simon Toftegaard Hansen hefur skrifað undir samning sem aðalmarkmannsþjálfari Gróttu fyrir tímabilið 2024. Simon hefur síðastliðið ár starfað fyrir danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby, þar sem Freyr Alexandersson þjálfaði við góðan orðstír, en þar áður fyrir Helsingør og Nordsjælland. Simon kemur formlega til starfa þann 1. maí en í síðustu viku varði hann nokkrum dögum hjá Gróttu og var á bekknum í 3-2 bikarsigrinum á Njarðvík.

Simon var ánægður með sína fyrstu daga á Nesinu:

„Eftir að hafa rætt við Magnús og Chris þá varð ég strax spenntur fyrir því að stökkva á tækifærið að flytja til Íslands og vinna fyrir Gróttu. Félagið er á vegferð sem mér finnst spennandi og vonandi getur reynslan sem ég kem með að borðinu hjálpað til. Síðustu dagar hafa verið mjög ánægjulegir og ég hlakka til að byrja á fullu í maí.”

Magnús Örn yfirmaður knattspyrnumála fagnar komu Simons: „Við leituðum lengi að markmannsþjálfara sem myndi vinna með bæði karla- og kvennaliðinu okkar. Eftir að hafa skoðað málin hérlendis og erlendis var það mikið fagnaðarefni að Simon væri tilbúinn til að flytja hingað og vinna með okkur í sumar að minnsta kosti. Hann hefur mikla þekkingu úr danska boltanum, bæði úr akademíuumhverfi og efstu tveimur deildunum. Simon mun án nokkurs vafa hjálpa markvörðunum okkar að eflast og bæta sig og koma sterkur inn í þjálfarateymi meistaraflokkanna.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tuchel kominn langt í viðræðum við Bayern en setur fram kröfur

Tuchel kominn langt í viðræðum við Bayern en setur fram kröfur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rashford í stríði við stuðningsmenn United fyrir leik í gær – Sjáðu myndbandið

Rashford í stríði við stuðningsmenn United fyrir leik í gær – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mánuði eftir að þau sváfu saman hringdi konan með ansi óvenjulegar hótanir – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Mánuði eftir að þau sváfu saman hringdi konan með ansi óvenjulegar hótanir – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu hreint frábært mark á Akureyri í kvöld

Sjáðu hreint frábært mark á Akureyri í kvöld