fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Fjölskylda Bondi-morðingjans sendir stuðningskveðju til lögreglukonunnar sem skaut son þeirra til bana

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. apríl 2024 11:30

Bondi-morðinginn Joel Cauchi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda Joel Cauchi, sem drap sex manneskjur og særði fjölmarga aðra  í hnífaárás  í verslunarmiðstöð í Sydney í gær, hefur sent frá yfirlýsingu þar sem fram kemur að þau séu miður sín yfir níðingsverki sonar þeirra. Þá senda þau hlýjar kveðjur til þeirra sem eiga um sárt að binda eftir árásina. Þá hefur komið fram að þau sendu einnig stuðningskveðju lögreglukonunnar sem réðst ein til atlögu gegn morðingjanum og endaði með að skjóta hann til bana. Lögreglukonan, sem reyndi í kjölfarið að bjarga lífi Cauchi, hefur verið hyllt sem hetja í Ástralíu en er eðli málsins samkvæmt eyðilögð eftir hina hræðilegu upplifun.

„Gjörðir Joels voru hryllilegar og við erum enn að reyna að meðtaka hvað gerðist,“ segir fjölskyldan í yfirlýsingunni. Í henni kemur fram að Cauchi hafi glímt við erfið andleg veikindi frá 17 ára aldri en hafði fram að ódæðinu í verslunarmiðstöðinni aldrei komist í kast við lögin.

Fjölskyldan varð fyrir því áfalli að sjá myndir úr öryggismyndavélum í fréttum af atburðinum og þannig báru þau kennsl á son sinn. Höfðu þau þegar í stað samband við lögregluyfirvöld vegna málsins og hafa átt í nánu samstarfi við yfirvöld síðan.

Fjölskylda Cauchi bar kennsl á hann af þessum myndum

Joel, sem var fertugur að aldri, hafði nýlega flutt til Sydney frá Queensland en hann var ekki í reglulega sambandi við fjölskyldu sína.  Hann átti ekki varanlegan samastað í borginni og svaf stundum í bíl sínum eða gistiheimilum ef hann átti efni á því. Þá skráði hann sig á vefsíður þar sem bauð fram þjónusta sína sem fylgdarsveinn.

Fimm konur voru meðal fórnarlamba Cauchi sem og einn karlkyns öryggisvörður. Rannsakar lögregla nú hvort að konur hafi verið skotmark árásar Cauchi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar