fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fókus

Caitlyn Jenner birti svakaleg skilaboð eftir fráfall O.J. Simpson

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 12. apríl 2024 07:53

Myndir/Getty Images.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda O.J. Simpson greindi frá því í gær að hann væri látinn eftir baráttu við krabbamein. Simpson var 76 ára.

O.J. Simpson var mjög frægur og í guðatölu í amerískum fótbolta. Hann spilaði lengi í NFL deildinni og var kallaður „The Juice.“

Simpson var ákærður fyrir morð á fyrrverandi eiginkonu sinni, Nicole Brown Simpsons, og vini hennar, Ronald Goldman, en var sýknaður. Í gegnum árin hafa margir haldið því fram að hann hafi verið sekur og ein af þeim er raunveruleikastjarnan og fyrrverandi Ólympíufarinn Caitlyn Jenner.

Hún brást við fréttum af fráfalli hans með svakalegri færslu á X, áður Twitter.

„Farið hefur fé betra,“ skrifaði hún og bætti síðan við myllumerkinu #OJSimpson.

Færslan hefur vakið misjöfn viðbrögð og segja margir að Jenner geti ekkert sagt vegna banaslyss sem hún varð valdur að árið 2015. Jenner keyrði aftan á aðra bifreið með þeim afleiðingum að ökumaður þeirrar bifreiðar, kona á sjötugsaldri að nafni Kim Howe, lést.

Erfitt mál fyrir fjölskylduna

Jenner var áður gift raunveruleikastjörnunni Kris Jenner sem var góð vinkona Nicole Brown. Fyrrverandi eiginmaður Kris, Robert Kardashian, var einn verjandi OJ Simpson í „Réttarhöldum aldarinnar,“ eins og dómsmálið hefur verið kallað.

Það er óhætt að segja að málið hafi tekið á alla fjölskylduna en Kris og Caitlyn Jenner hafa alla tíð haldið því fram að Simpson hafi verið sekur.

O.J var sýknaður í dómsmálinu en var seinna dæmdur sekur í einkarétti.

Komu fram í Dr. Phil

Kim Kardashian, Kourtney Kardashian, Khloé Kardashian og Kris Jenner komu fram í Dr. Phil árið 2009 til að ræða um O.J. Simpson málið. Dæturnar sögðu að málið hafði haft mikil áhrif á sig á sínum tíma.

Sjá einnig: 14 ár síðan Kardashian fjölskyldan kom fram í Dr. Phil – Manst þú eftir þessu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 6 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“