fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Evrópudeildin: Hörmulegt tap Liverpool á heimavelli – Leverkusen skoraði tvö seint gegn West Ham

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 20:58

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool tapaði afar óvænt illa gegn Atalanta á heimavelli í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Markalaust var þar til á 38. mínútu í kvöld en þá kom Gianluca Scamacca, fyrrum leikmaður West Ham, ítalska liðinu yfir. Staðan í hálfleik 0-1.

Liverpool tókst ekki að rétta úr kútnum í seinni hálfleik. Þvert á móti skoraði Scamacca á ný á 60. mínútu.

Mohamed Salah hélt svo að hann hefði minnkað muninn fyrir Liverpool en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu. Þess í stað skoraði Mario Pasalic þriðja mark Atalanta á 83. mínútu. Lokatölur 0-3 og Liverpool á verk að vinna í seinni leiknum.

Þrír aðrir leikir fóru fram á sama stigi keppninnar í kvöld. Topplið Þýskalands, Bayer Leverkusen, vann til að mynda 2-0 sigur á West Ham. Fyrsta markið kom ekki fyrr en á 83. mínútu þegar Jonas Hofman skoraði. Í uppbótartíma kom Victor Boniface Leverkusen svo í 2-0 og þar við sat.

Roma vann þá ansi sterkan útisigur á AC Milan, 0-1, með marki Gianluca Mancini á 17. mínútu.

Loks vann Benfica 2-1 sigur á Marseille. Rafa Silva og Angel Di Maria skoruðu mark fyrrnefnda liðsins og Pierre-Emerick Aubameyang mark þess síðarnefnda. Allt opið fyrir seinni leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift