fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Sturlaður sex marka leikur á Spáni – Bayern náði í jafntefli gegn Arsenal

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 20:56

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir svakalegir leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld en í leikjunum tveimur voru tíu mörk skoruð, þar sex á Santiago Bernabeu. Um var að ræða fyrri leikina í átta liða úrslitum.

Manchester City heimsótti Real Madrid á Spáni í rosalegum leik þar sem gestirnir komust í tvígang yfir.

City byrjaði leikinn með látum þar sem Bernardo Silva skoraði beint úr aukaspyrnu en Ruben Dias varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan 1-1 eftir tólf mínútna leik.

Tveimur mínútum síðar skoraði Rodrygo og Real Madrid var komið yfir á heimavelli og þannig var staðan í hálfleik.

Í síðari hálfleik sótti City í sig veðrið og Phil Foden jafnaði leikinn með mögnuðu skoti, það var svo Josko Gvardiol sem kom City yfir með þrumuskoti fyrir utan teig. Hann hamraði í boltann með hægri fætinum sem er hans verri fótur og boltinn endaði í netið.

Fallegasta mark leiksins var svo líklega skorað á 79. mínútu þegar Federico Valverde þrumaði knettinum í netið. Lokastaðan 3-3 jafntefli fyrir seinni leikinn á Englandi.

Leandro Trossard fagnar í kvöld.
Getty Images

Í London var FC Bayern mætt í heimsókn til Arsenal en þar var það Bukayo Saka sem kom heimamönnum yfir á sanngjarnan hátt. Serge Gnabry jafnaði fyrir gestina en markið var sætt fyrir kappann sem var áður hjá Arsenal en fékk ekki mörg tækifæri.

Það var svo Harry Kane sem kom Bayern yfir með marki úr vítaspyrnu en hann þekkir það vel að skora gegn Arsenal eftir dvöl sína hjá Tottenham.

Bayern spilaði vel í leiknum en skiptingar frá Mikel Arteta breyttu leiknum og það var Leandro Trossard sem kom inn af bekknum og jafnaði leikinn. Staðan 2-2 og þannig lauk leiknum en seinni leikurinn fer fram í Bæjaralandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guðrún: „Fannst við hafa yfirhöndina allan tímann“

Guðrún: „Fannst við hafa yfirhöndina allan tímann“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Glódís með netta pillu: „Fyrst það er búið að eyða svona miklum peningum er svolítið skrýtið að það sé ekki hægt að nota völlinn“

Glódís með netta pillu: „Fyrst það er búið að eyða svona miklum peningum er svolítið skrýtið að það sé ekki hægt að nota völlinn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Búnir að finna eftirmann Tudor

Búnir að finna eftirmann Tudor
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Meiðslavandræði Tottenham aukast – Tíu leikmenn fjarverandi

Meiðslavandræði Tottenham aukast – Tíu leikmenn fjarverandi
433Sport
Í gær

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“
433Sport
Í gær

Segir að ráðherralaun séu í boði fyrir Sigurð Egil á Akureyri sem er mjög eftirsóttur

Segir að ráðherralaun séu í boði fyrir Sigurð Egil á Akureyri sem er mjög eftirsóttur