fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Fólki brugðið – Sjáðu myndina sem fyrrverandi eiginkonan birti með dæmdum nauðgara

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 08:04

Alves og Sanz.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joana Sanz, fyrrverandi eiginkona Dani Alves, birti ansi óvænt mynd af þeim á Instagram í kjölfar þess að Brasilíumaðurinn losnaði úr fangelsi.

Alves losnaði úr fangelsi í síðustu viku, nokkrum vikum eftir að hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir naugðun. Talið er að brasilískt fjölmiðlafyrirtæki hafi borgað hann út. Eina milljón evra þurfti til og fyrrum knattspyrnumaðurinn gat ekki borgað það sjálfur það sem eigur hans hafa verið frystar. Fjölmiðlafyrirtækið borgaði því og vill þess í stað fyrsta viðtalið við Alves um málið.

Sanz skildi við Alves eftir að málið kom upp, en Alves var dæmdur fyrir að nauðga konu á skemmtistað undir lok árs 2022. Hann hafði setið í fangelsi síðan, áður en hann losnaði í síðustu viku. Sanz hefur einnig eytt öllu sem honum tengist af samfélagsmiðlum og því kom það mörgum í opna skjöldu þegar hún birti nú mynd af þeim leiðast. Þó ekki sjáist í andlit þeirra segja erlendir fjölmiðlar augljóst að um Alves sé að ræða og að þarna sjáist í sameiginleg húðflúr sem þau eru með.

Alves á glæstilegt hús fyrir utan Barcelona, þar sem hann hélt til að mynda veislu um leið og hann losnaði, og mun búa þar. Hann hefur setið í fangelsi í eitt og hálft ár á meðan málið var í rannsókn og er það dregið frá dómi hans.

Hann þarf að mæta fyrir dómara einnu sinni í viku til að staðfesta að hann sé enn í Barcelona, hann má einnig ekki koma nálægt fórnarlambi sínu.

Dómstólar voru ekki einhuga um þessa ákvörðun en að endingu losnaði Alves úr fangelsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla