fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Týndi skíðunum sínum í umferðinni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. mars 2024 12:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður varð fyrir því óláni að skíðin hans féllu af bíl hans og leitaði hann til lögreglu. Ótrúlega vel gekk að endurheimta skíðin.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þar segir:

„Páskarnir fóru ekki vel af stað hjá borgaranum sem týndi skíðunum sínum í umferðinni í gær. Sá var miður sín og leitaði því til lögreglunnar um aðstoð. Fengnar voru upplýsingar um hvar líklegast var að skíðin hefðu dottið af bifreið viðkomandi og síðan var haldið af stað til leitar. Hún gekk ótrúlega vel fyrir sig og fundust skíðin óskemmd við eina fjölförnustu umferðargötu landsins. Í framhaldinu var þeim komið aftur í réttar hendur, en síðast þegar við vissum var eigandinn kominn með skíðin sín norður í land. Þar er hinn sami væntanlega sæll og glaður að skíða í brekkunum sér til ánægju og yndis.

Þótt hér hafi allt farið vel, og hvorki hlotist af slys eða skemmdir, minnum við samt alla ferðalanga á að ganga tryggilega frá þeim búnaði sem ferðast er með svo ekkert af honum týnist nú í umferðinni eða annars staðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram