fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Týndi skíðunum sínum í umferðinni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. mars 2024 12:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður varð fyrir því óláni að skíðin hans féllu af bíl hans og leitaði hann til lögreglu. Ótrúlega vel gekk að endurheimta skíðin.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þar segir:

„Páskarnir fóru ekki vel af stað hjá borgaranum sem týndi skíðunum sínum í umferðinni í gær. Sá var miður sín og leitaði því til lögreglunnar um aðstoð. Fengnar voru upplýsingar um hvar líklegast var að skíðin hefðu dottið af bifreið viðkomandi og síðan var haldið af stað til leitar. Hún gekk ótrúlega vel fyrir sig og fundust skíðin óskemmd við eina fjölförnustu umferðargötu landsins. Í framhaldinu var þeim komið aftur í réttar hendur, en síðast þegar við vissum var eigandinn kominn með skíðin sín norður í land. Þar er hinn sami væntanlega sæll og glaður að skíða í brekkunum sér til ánægju og yndis.

Þótt hér hafi allt farið vel, og hvorki hlotist af slys eða skemmdir, minnum við samt alla ferðalanga á að ganga tryggilega frá þeim búnaði sem ferðast er með svo ekkert af honum týnist nú í umferðinni eða annars staðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Salvar Þór 12 ára trónir enn á toppnum

Salvar Þór 12 ára trónir enn á toppnum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband: Íslendingar sagðir hafa átt í götuslagsmálum í Taílandi

Myndband: Íslendingar sagðir hafa átt í götuslagsmálum í Taílandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður