fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Kristjáni Óla heitt í hamsi í beinni útsendingu – „Þetta er rotta í mannsmynd og viðbjóður“

433
Miðvikudaginn 27. mars 2024 09:26

Kristján Óli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn, Kristján Óli Sigurðsson var fúll og pirraður eftir svekkjandi tap Íslands gegn Úkraínu í úrslitaleik um laust sæti á EM í gær.

Ísland tapaði 2-1 í Póllandi í gær í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu. Kristján byrjaði að blása þegar hann ræddi um Oleksandr Zinchenko leikmann Arsenal og Úkraínu.

„Ég vona að City eða Liverpool vinni titilinn því þetta ógeð má ekki vinna einn einasta titil, þetta er rotta í mannsmynd og viðbjóður. Ég hataði hann fyrir, svo er hann með stæla að ýta Albert og Mudryk viðbjóður, hann hitti ekki einu sinni boltann í þessu marki,“ sagði Kristján Óli í Þungavigtinni.

Hann ræddi svo um leikinn. „Við hlupum mikið og vorum þreyttir, við fórum með marga full hátt í fyrra markinu. Gummi Þórarins reyndi ekki einu sinni að verjast.“

Kristján vill einnig fá svör frá Age Hareide um Gylfa Þór Sigurðsson sem ekki var í hópnum. „Ég sagði það fyrir helvítis gluggann að það þyrfti að taka hann með ef við værum í séns á þessum þriðjudegi síðustu fimmtán mínúturnar.“

Kristján og Mikael Nikulásson fór svo að ræða dómgæsluna í leiknum en Mikael var á því að dómarinn hefði átt góðan leik en en Kristján var ekki sammála og upp úr sauð. „Djöfull langar mig að slá þig núna. Ég tala með munninum þarna gríska djöfulsins jógúrtið þitt,“ sagði Kristján nokkuð óhress.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Declan Rice útskýrir af hverju hann benti til himna í gær – „Ég elskaði hana innilega“

Declan Rice útskýrir af hverju hann benti til himna í gær – „Ég elskaði hana innilega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rúnar setti blekið á blað í miðjum þjálfarastormi á Íslandi – „Aldrei verið þannig að ég bíði eftir að einhver annar verði rekinn“

Rúnar setti blekið á blað í miðjum þjálfarastormi á Íslandi – „Aldrei verið þannig að ég bíði eftir að einhver annar verði rekinn“
433Sport
Í gær

„Ég get ekki haldið áfram og sagst vilja gera það sama og í fyrra“

„Ég get ekki haldið áfram og sagst vilja gera það sama og í fyrra“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ferilinn gæti verið á enda – Riftir samningi í Mexíkó eftir þrjá mánuði

Ferilinn gæti verið á enda – Riftir samningi í Mexíkó eftir þrjá mánuði